Skítur og skeini við Laufskálavörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 22:09 VÍSIR/VILHELM/KRISTÍN „Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
„Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira