Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 11:44 Vísir/Anton Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fam að eftirlitið hafi haft til rannsóknar ætluð brot aðallega Byko og Húsamiðjunnar á banni við ólögmætu samráði, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, og ætluð brot Húsasmiðjunnar og Steinullar gegn ákvörðun samkeppnisráðsnr. 19/2002. Rannsóknin tók til atvika sem áttu sér stað allt til mars 2011, en þann 8. mars 2011 framkvæmdi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra (nú embætti sérstaks saksóknara) húsleitir í húsnæði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins, í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Holtavegur 10 ehf. og Húsasmiðjan ehf. snéru sér til Samkeppniseftirlitsins og óskuðu eftir sátt. Á þeim grundvelli hefur Samkeppniseftirlitið nýtt heimild samkeppnislaga og gert sátt við fyrirtækin.Alvarleg brot viðurkenndMeð sáttinni viðurkennir þáverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10, alvarleg brot á samkeppnislögum og fyrri ákvörðun samkeppnisyfirvalda. Sáttin felur í sér eftirfarandi: Viðurkennt er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með umfangsmiklu ólögmætu samráði við Byko. Í því samráðsbroti gömlu Húsasmiðjunnar fólst m.a.: Reglubundin, yfirleitt vikuleg, samskipti við Byko um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækkunum á svonefndum grófum byggingvörum (grófvörur, t.d. timbur, steinull og stál) Samráð við Byko um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum. Samráð við Byko um að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu timbri (pallaefni) á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð. Að hafa gert sameiginlega tilraun með Byko til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Byko að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðnum. Viðurkennt er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Játað er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðunum m.a. með því að hafa beitt sér gagnvart Steinull til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör og þannig haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu Múrbúðarinnar á grófvörumarkaði.Fyrri rekstraraðili greiðir 325 m.kr. sektFramangreind sátt við Holtaveg 10 auðveldar áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Leiðir það til þess að unnt er að gera fyrr enn ella breytingu á markaðnum sem hefur jákvæð áhrif fyrir samkeppni og neytendur. Hér hefur einnig þýðingu að strax við upphaf rannsóknar þessa máls var innan Húsasmiðjunnar gripið til ráðstafana til að vinna gegn frekari brotum. Sú staðreynd að fyrirtæki gera sátt og viðurkenna brot réttlætir lægri stjórnvaldssekt heldur en ella. Skapar slíkt hvata og möguleika til að hraða rannsókn og aðgerðum neytendum til hagsbóta. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Holtavegur 10 greiddi 325 milljónir kr. í stjórnvaldssekt vegna brotanna. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara beindist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og grundvallaðist á kæru Samkeppniseftirlitsins, en þau brot sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar. Hefur Sérstakur saksóknari nú ákært tiltekna starfsmenn. Framangreind sátt er ótengd því máli sem rekið hefur verið á vettvangi Sérstaks saksóknara. Ætluð brot Byko og Steinullar eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fam að eftirlitið hafi haft til rannsóknar ætluð brot aðallega Byko og Húsamiðjunnar á banni við ólögmætu samráði, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, og ætluð brot Húsasmiðjunnar og Steinullar gegn ákvörðun samkeppnisráðsnr. 19/2002. Rannsóknin tók til atvika sem áttu sér stað allt til mars 2011, en þann 8. mars 2011 framkvæmdi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra (nú embætti sérstaks saksóknara) húsleitir í húsnæði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins, í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Holtavegur 10 ehf. og Húsasmiðjan ehf. snéru sér til Samkeppniseftirlitsins og óskuðu eftir sátt. Á þeim grundvelli hefur Samkeppniseftirlitið nýtt heimild samkeppnislaga og gert sátt við fyrirtækin.Alvarleg brot viðurkenndMeð sáttinni viðurkennir þáverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10, alvarleg brot á samkeppnislögum og fyrri ákvörðun samkeppnisyfirvalda. Sáttin felur í sér eftirfarandi: Viðurkennt er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með umfangsmiklu ólögmætu samráði við Byko. Í því samráðsbroti gömlu Húsasmiðjunnar fólst m.a.: Reglubundin, yfirleitt vikuleg, samskipti við Byko um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð/vinna gegn verðlækkunum á svonefndum grófum byggingvörum (grófvörur, t.d. timbur, steinull og stál) Samráð við Byko um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum. Samráð við Byko um að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu timbri (pallaefni) á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð. Að hafa gert sameiginlega tilraun með Byko til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Byko að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðnum. Viðurkennt er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Játað er að gamla Húsasmiðjan hafi brotið gegn skilyrðunum m.a. með því að hafa beitt sér gagnvart Steinull til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi ákveðin viðskiptakjör og þannig haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu Múrbúðarinnar á grófvörumarkaði.Fyrri rekstraraðili greiðir 325 m.kr. sektFramangreind sátt við Holtaveg 10 auðveldar áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Leiðir það til þess að unnt er að gera fyrr enn ella breytingu á markaðnum sem hefur jákvæð áhrif fyrir samkeppni og neytendur. Hér hefur einnig þýðingu að strax við upphaf rannsóknar þessa máls var innan Húsasmiðjunnar gripið til ráðstafana til að vinna gegn frekari brotum. Sú staðreynd að fyrirtæki gera sátt og viðurkenna brot réttlætir lægri stjórnvaldssekt heldur en ella. Skapar slíkt hvata og möguleika til að hraða rannsókn og aðgerðum neytendum til hagsbóta. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Holtavegur 10 greiddi 325 milljónir kr. í stjórnvaldssekt vegna brotanna. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara beindist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og grundvallaðist á kæru Samkeppniseftirlitsins, en þau brot sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar. Hefur Sérstakur saksóknari nú ákært tiltekna starfsmenn. Framangreind sátt er ótengd því máli sem rekið hefur verið á vettvangi Sérstaks saksóknara. Ætluð brot Byko og Steinullar eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04