Rúmlega 1.200 loftárásir í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 22:06 Vísir/AFP Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira