Sport

Séð menn bæta 18 kílóum á sig á sólarhring

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Jón Viðar ásamt Nelson-feðgunum.
Jón Viðar ásamt Nelson-feðgunum. vísir/friðrik þór
Strákarnir sem taka þátt í UFC-kvöldinu í Dublin á morgun verða svo sannarlega ekki allir jafn þungir á morgun og þeir eru í dag.

Síðustu daga hafa þeir unnið í því að koma sér niður í rétta vigt og hafa menn jafnvel verið að taka af sér fimm kíló eða meira á einum degi.

Sumir þeirra, eins og Zak Cummings, mæta svo til leiks miklu þyngri á morgun. Cummings verður til að mynda svona 10-15 kílóum þyngri á morgun en hann er í dag sem er ótrúlegt.

Vísir ræddi þessi mál við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis, en hann er í teymi Gunnars Nelson í Dublin.

"Menn sveiflast alveg um 15-20 kíló. Menn fara mikið í bað og gufu en við erum ekki hrifnir af gufunni. Menn hlaupa líka í búningum til að svitna sérstaklega mikið," segir Jón Viðar en hvernig fer maður eins og Cummings að því að þyngja sig um svona 13 kíló á einum degi?

"Það er spurning. Þetta eru einhver töfrabrögð. Þeir borða rosalega vel og drekka alveg helling. Ég hef séð menn bæta allt að 18 kílóum á sig á einum sólarhring."

Gunnar lendir aldrei í miklum vandræðum með að ná vigt en Jón Viðar segir að hann þurfi venjulega að taka fimm kíló af sér til þess að komast í 77 kílóin. Í gær var Gunnar einu og hálfu kílói yfir vigt en í morgun var hann kominn í 77,8 kg en hann má mest vera 77,5 kg.

"Ef eitthvað vantar upp á þá fer hann í saltbað. Það hitar baðið og menn svitna ansi mikið. Gunni verður svo þrem til fjórum kílóum þyngri á morgun."

Sjá má viðtalið við Jón Viðar í heild sinni hér að neðan.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift á www.365.is.



MMA

Tengdar fréttir

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Gunnar Nelson er gríðarlega vinsæll í Dublin þar sem bardagakvöld UFC fer fram á laugaradaginn. Búast má við að aðdáendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars þegar hann berst gegn Zak Cummings.

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.

Er ekki smeykur en er alltaf á varðbergi

Faðir Gunnars, Haraldur Dean Nelson er ekki hræddur um strákinn sinn í hringnum en þó á varðbergi. Þá fagnar hann því að fordómar gagnvart íþróttinni fari minnkandi.

Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans

Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson.

Flugeldasýning milli Pickett og McCall áður en Gunnar berst

Annað kvöld snýr Gunnar Nelson aftur í búrið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn er einn af fjórum bardögum á aðal hluta bardagakvöldsins sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Fyrstu tveir bardagar kvöldsins verða hörku spennandi viðureignir í léttvigt og fluguvigt.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.

Uppselt á vigtunina í dag

Áhuginn fyrir UFC-kvöldinu í Dublin á morgun er með hreinum ólíkindum. Í dag verða kapparnir vigtaðir og í fyrsta sinn var selt inn á viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×