Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 21:30 Zak Cummings. Vísir/Getty „Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is. MMA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjá meira
„Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
MMA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjá meira