Sport

Gunnar fékk frábærar viðtökur á æfingu í gær | Myndir

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Gunnar liðkar sig til.
Gunnar liðkar sig til. Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Í gær fór fram opin æfing frammi fyrir fjölmiðlum og aðdáendum fyrir UFC bardagakvöldið í Dublin á laugardaginn kemur. Gunnar Nelson tók létta æfingu og fékk frábærar viðtökur frá heimamönnum.

UFC býður fjölmiðlum og meðlimum í aðdáendaklúbbi UFC að fylgjast með opinni æfingu þeirra bardagamanna sem berjast á aðal hluta bardagakvöldsins. Hver bardagamaður æfði í mesta lagi 15 mínútur og tóku bardagamenn létt á því.

Gunnar Nelson fékk frábærar viðtökur meðal aðdáenda og ljóst að heimamenn eru gríðarlega spenntir fyrir því að sjá Gunnar berjast aftur í Dublin en Gunnar barðist síðast í Dublin í febrúar 2012. Myndband af æfingunni má sjá hér.

Heimamaðurinn Conor McGregor fékk að sjálfsögðu frábærar móttökur líka en hann er ein vinsælasta íþróttastjarnan þar í landi.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift áwww.365.is.

Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.

Zak CummingsVísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Zak CummingsVísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Gunnar NelsonVísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Gunnar Nelson kýldi í púða hjá Owen Roddy nokkrar mínútur.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Gunnar NelsonVísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Conor McGregor fékk konunglegar móttökurVísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Conor McGregor með hringspark.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
Það verða mikil læti í höllinni þegar Conor McGregor og Diego Brandao mætast á laugardaginn.Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson
MMA

Tengdar fréttir

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×