UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson í Dublin skrifar 16. júlí 2014 18:45 Gunnar á blaðamannafundinum ásamt Conor McGregor (til hægri) og Brad Pickett (til vinstri). Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira