Sport

Breytti lífi mínu að berjast við Gunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/mmafrettir.is
Breski bardagakappinn Sam Elsdon segir að það hafi breytt lífi sínu að berjast gegn Gunnari Nelson árið 2010.

Gunnar vann öruggan sigur í bardaganum með hengingu en Elsdon er í ítarlegu viðtali við mmafrettir.is þar sem hann segir frá aðdraganda bardagans og eftirmála hans.

Mestu breytti að Gunnar sendi Elsdon áritaða mynd af þeim skilaboðum sem hafi haft rík áhrif á þann síðarnefnda.

„Þessi orð hafa verið með mér síðan þá og í gegnum íslenskan vin var ég kynntur fyrir Power of Now. Þessi reynsla sýndi mér að lífið er til þess að lífa í nútímanum og þetta gerði mér kleift að breyta hugsunarhætti mínum,“ sagði Elsdon meðal annars í viðtalinu.

„Ég stjórna huga mínum nú í staðin fyrir að láta hann stjórna mér með áhyggjum og stressi. Líf mitt breyttist til muna. Ég hafði starfað við sama hlutinn í 17 ár og ég ákvað að segja upp. Ég fór að ferðast í Asíu og vinn núna sem skógarhöggsmaður. Ég klifra og hef gaman að lífinu í dag. Að berjast við Gunnar breytti stefnu minni í lífinu.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×