Sport

Myndum fylla Laugardalshöll á svipstundu

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Feðgarnir í sólinni í Dublin.
Feðgarnir í sólinni í Dublin. vísir/friðrik þór
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er í ítarlegu viðtali við Vísi þar sem farið er um víðan völl.

Þar ræðir Haraldur meðal annars um áhuga UFC á að halda bardagakvöld á Íslandi og hvernig það sé fyrir föður að horfa á eftir syni sínum í búrið.

Haraldur segir að það yrði erfitt að finna hentugan stað á Íslandi fyrir slíkan risaviðburð. Hann segir einnig að áður en hægt er að skoða eitthvað slíkt verði að byrja á réttum enda.

"Fyrsta skrefið er að vera með áhugamannakeppni og vinna okkur út frá því. Við höfum alla möguleika á því. Við þurfum að gera þetta rétt og fara ekki á undan okkur en að sama skapi má ekki standa í stað og horfa á alla hina," segir Haraldur.

"Áhuginn heima er þannig að ef við værum með áhugamannakvöld þá myndum við fylla Laugardalshöllina á svipstundu."

Viðtalið við Harald í heild sinni má sjá hér að neðan.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift á www.365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Gunnar Nelson er gríðarlega vinsæll í Dublin þar sem bardagakvöld UFC fer fram á laugaradaginn. Búast má við að aðdáendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars þegar hann berst gegn Zak Cummings.

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.

Er ekki smeykur en er alltaf á varðbergi

Faðir Gunnars, Haraldur Dean Nelson er ekki hræddur um strákinn sinn í hringnum en þó á varðbergi. Þá fagnar hann því að fordómar gagnvart íþróttinni fari minnkandi.

Conor McGregor: Ég ætla að enda ferilinn hans

Írski bardagamaðurinn Conor McGregor er í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Dublin nú á laugardaginn. McGregor æfði hér á landi í fjórar vikur fyrir bardagann og hefur lengi æft með Gunnari Nelson.

Flugeldasýning milli Pickett og McCall áður en Gunnar berst

Annað kvöld snýr Gunnar Nelson aftur í búrið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn er einn af fjórum bardögum á aðal hluta bardagakvöldsins sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Fyrstu tveir bardagar kvöldsins verða hörku spennandi viðureignir í léttvigt og fluguvigt.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.

Uppselt á vigtunina í dag

Áhuginn fyrir UFC-kvöldinu í Dublin á morgun er með hreinum ólíkindum. Í dag verða kapparnir vigtaðir og í fyrsta sinn var selt inn á viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×