Sport

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Gunnar er gríðarlega vinsæll í Dublin.
Gunnar er gríðarlega vinsæll í Dublin. Vísir/Getty
„Dublin er búið að ættleiða Gunnar,“  hefur blaðamaður heyrt marga Íra segja síðan hann kom til landsins. Það er staðreynd að Írar elska Gunnar.

Hann hefur barist hér nokkrum sinnum og æfir einnig hér oft með þjálfara sínum, John Kavanagh. Á rölti með Gunnari um götur Dublin í gær var kallað á hann og þess óskað að hann leggi Zak Cummings á morgun.

Gunnar nýtur því mikillar hylli í Dublin og hann veit að hann mun fá gríðarlegan stuðning úr stúkunni. Á fjölmiðladeginum á miðvikudag var fullt af stuðningsmönnum og Gunnar fékk næstmestan stuðning úr salnum. Heimamaðurinn Connor McGregor er eðlilega vinsælastur.

Okkar maður verður því á heimavelli í o2 Arena og um 9.000 Írar munu hvetja hann til dáða gegn Cummings sem er þegar farinn að undirbúa sig fyrir erfiðan útivöll.  



MMA

Tengdar fréttir

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×