Sport

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar þar sem tannlæknir tók mót af tönnum hans.
Gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar þar sem tannlæknir tók mót af tönnum hans. Mynd/Jón Viðar Arnþórsson
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn. Gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.

„Merkið sem er á gómnum er merki sem við notum undir hamrinum okkar á merki Mjölnis. Þetta er gamalt merki sem var notað af heiðnum mönnum, víkingum, og kallast „triquerta” en það er mjög skylt merki sem kallast Valknut og er merki Óðins. Þetta er líka mjög þekkt merki í Írlandi, kallað „Trinity”, og er kristið en það er ekki ástæðan fyrir því að við notum merkið,” segir Jón Viðar en hann er einn af þeim sem munu fylgja Gunnari eftir þegar hann gengur í búrið á laugardaginn kemur.

„Við settum þetta merki í merki Mjölnis þegar við gerðum nýtt merki árið 2011. Gunnar elskar þetta merki og bara við allir, þetta er partur af Mjölni,” segir Jón Viðar.

Gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar þar sem tannlæknir tók mót af tönnunum hans og gerði góminn eftir mótinu.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift á www.365.is.

Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.

MMA

Tengdar fréttir

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×