Laus úr fangelsi í Kína: „Fangelsisvistin var ekkert grín“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2014 13:00 Geir Gunnarsson. Geir Gunnarsson var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á síðasta ári. Hann hefur nú verið látinn laus gegn eins og hálfs milljón króna tryggingargjaldi og á von á að verða vísað úr landi. Hann segir fangelsisvistina ekkert grín og segist nú líta lífið öðrum augum. Hann er bjartsýnn á framhaldið og þakklátur fyrir lífið. Geir hefur verið búsettur í Kína meira og minna í tíu ár. Í janúar á síðasta ári lenti hann í deilum við leigubílstjóra sem reyndi að rukka hann um þrefalt hærri fjárhæð en Geir var vanur að greiða fyrir akstur um sömu leið. Geir lagði ríflega upphæð í farþegasæti við hlið bílstjórans, fór út úr bílnum og gekk til síns heima. Því vildi bílstjórinn ekki una og reif í aðra ermi Geirs. Geir reyndi að hrista manninn af sér og sló aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti tönn. Leigubílstjórinn höfðaði mál gegn honum í kjölfarið og var Geir gert að sitja í 11 mánuði í fangelsi. „Ég fór heim eftir rifrildin við leigubílstjórann og vakna svo um miðja nótt með lögreglumenn yfir mér sem heimta vegabréfið af mér. Um tvennt var að velja, ég myndi láta lögreglumennina fá tæplega fimm milljónir íslenskra króna eða ég færi í fangelsi. Þeir sögðu það kröfu leigubílstjórans, en ég veit hvernig þetta kerfi virkar. Leigubílstjórinn hefði fengið örlítinn part af þessu og restin færi í vasa lögreglumannanna,“ segir Geir. Hann var í kjölfarið færður í gæsluvarðhald á meðan málaferli gengu yfir. Hann var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi en áfrýjaði hann dómnum sem var styttur í þrjá mánuði gegn eins og hálfs milljón króna tryggingu. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði.Skelfileg aðstaða „Fangelsisvistin var ekkert grín. Þarna var ég í 40 fermetra klefa með 19-30 manns hverju sinni. Þegar það voru það margir þá þurfti að sofa á hliðinni því það var ekki nóg pláss inni til að sofa á bakinu. Við þurftum að sitja með krosslagðar fætur, ljósin voru alltaf kveikt og fékk að baða mig með ísköldu kranavatni með tusku. Klósettaðstaðan var samt verst. Það var bara glerskápur í horninu og allir fylgdust með,“ segir Geir. Honum var gert að sitja með fætur krosslagða tímunum saman. Því fylgdu miklir verkir og fór þetta illa með liðina og hné hans. Þá fékk hann ekki að lesa, því ekki var hægt að ritskoða bækur hans, þrátt fyrir að þær væru á ensku, hann var vakinn klukkan 6.30 á morgnana og sagt að fara að sofa klukkan 21.30 á kvöldin. Á fjögurra mánaða tímabili fékk hann átta sinnum að fara út í fimm mínútur í senn og fékk hann einungis að hringja í lögfræðing sinn.Erfitt fyrir sál og líkama „Þetta var mjög erfitt. Mér leið eins og þetta tæki alla eilífð. Allt var svo hægfara og tíminn leið svo hægt.“ Geir gerir ráð fyrir að verða vísað úr landi en yfirvöld hafa týnt vegabréfinu hans og óvíst hvenær hann fær það aftur í hendurnar. „Núna tekur bara við meiri bið og ég fæ ekkert að vinna á meðan. En svona virkar kerfið bara hérna úti.“ Geir segir fangelsisvistina hafa tekið mikið á sál og líkama en er þó bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá hafi honum gefist tími til að hugsa og fyrir það sé hann þakklátur. „Ég lærði svo margt og ætla mér að taka góðu hlutina úr þessu.“ Tengdar fréttir Fastur í fangelsi í Kína vegna peningaskorts Liðlega þrítugur Íslendingur sem dæmdur var í 11 mánaða fangelsi áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar. Honum er gert að greiða 1,5 milljón króna tryggingagjald, ella skuli hann afplána dóm sinn. 28. mars 2014 14:00 "Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta“ Liðlega þrítugur Íslendingur var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á Þorláksmessu. Móðir hans hefur ekki náð sambandi við hann eftir að dómur féll. 17. janúar 2014 12:17 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Geir Gunnarsson var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á síðasta ári. Hann hefur nú verið látinn laus gegn eins og hálfs milljón króna tryggingargjaldi og á von á að verða vísað úr landi. Hann segir fangelsisvistina ekkert grín og segist nú líta lífið öðrum augum. Hann er bjartsýnn á framhaldið og þakklátur fyrir lífið. Geir hefur verið búsettur í Kína meira og minna í tíu ár. Í janúar á síðasta ári lenti hann í deilum við leigubílstjóra sem reyndi að rukka hann um þrefalt hærri fjárhæð en Geir var vanur að greiða fyrir akstur um sömu leið. Geir lagði ríflega upphæð í farþegasæti við hlið bílstjórans, fór út úr bílnum og gekk til síns heima. Því vildi bílstjórinn ekki una og reif í aðra ermi Geirs. Geir reyndi að hrista manninn af sér og sló aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti tönn. Leigubílstjórinn höfðaði mál gegn honum í kjölfarið og var Geir gert að sitja í 11 mánuði í fangelsi. „Ég fór heim eftir rifrildin við leigubílstjórann og vakna svo um miðja nótt með lögreglumenn yfir mér sem heimta vegabréfið af mér. Um tvennt var að velja, ég myndi láta lögreglumennina fá tæplega fimm milljónir íslenskra króna eða ég færi í fangelsi. Þeir sögðu það kröfu leigubílstjórans, en ég veit hvernig þetta kerfi virkar. Leigubílstjórinn hefði fengið örlítinn part af þessu og restin færi í vasa lögreglumannanna,“ segir Geir. Hann var í kjölfarið færður í gæsluvarðhald á meðan málaferli gengu yfir. Hann var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi en áfrýjaði hann dómnum sem var styttur í þrjá mánuði gegn eins og hálfs milljón króna tryggingu. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði.Skelfileg aðstaða „Fangelsisvistin var ekkert grín. Þarna var ég í 40 fermetra klefa með 19-30 manns hverju sinni. Þegar það voru það margir þá þurfti að sofa á hliðinni því það var ekki nóg pláss inni til að sofa á bakinu. Við þurftum að sitja með krosslagðar fætur, ljósin voru alltaf kveikt og fékk að baða mig með ísköldu kranavatni með tusku. Klósettaðstaðan var samt verst. Það var bara glerskápur í horninu og allir fylgdust með,“ segir Geir. Honum var gert að sitja með fætur krosslagða tímunum saman. Því fylgdu miklir verkir og fór þetta illa með liðina og hné hans. Þá fékk hann ekki að lesa, því ekki var hægt að ritskoða bækur hans, þrátt fyrir að þær væru á ensku, hann var vakinn klukkan 6.30 á morgnana og sagt að fara að sofa klukkan 21.30 á kvöldin. Á fjögurra mánaða tímabili fékk hann átta sinnum að fara út í fimm mínútur í senn og fékk hann einungis að hringja í lögfræðing sinn.Erfitt fyrir sál og líkama „Þetta var mjög erfitt. Mér leið eins og þetta tæki alla eilífð. Allt var svo hægfara og tíminn leið svo hægt.“ Geir gerir ráð fyrir að verða vísað úr landi en yfirvöld hafa týnt vegabréfinu hans og óvíst hvenær hann fær það aftur í hendurnar. „Núna tekur bara við meiri bið og ég fæ ekkert að vinna á meðan. En svona virkar kerfið bara hérna úti.“ Geir segir fangelsisvistina hafa tekið mikið á sál og líkama en er þó bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá hafi honum gefist tími til að hugsa og fyrir það sé hann þakklátur. „Ég lærði svo margt og ætla mér að taka góðu hlutina úr þessu.“
Tengdar fréttir Fastur í fangelsi í Kína vegna peningaskorts Liðlega þrítugur Íslendingur sem dæmdur var í 11 mánaða fangelsi áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar. Honum er gert að greiða 1,5 milljón króna tryggingagjald, ella skuli hann afplána dóm sinn. 28. mars 2014 14:00 "Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta“ Liðlega þrítugur Íslendingur var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á Þorláksmessu. Móðir hans hefur ekki náð sambandi við hann eftir að dómur féll. 17. janúar 2014 12:17 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Fastur í fangelsi í Kína vegna peningaskorts Liðlega þrítugur Íslendingur sem dæmdur var í 11 mánaða fangelsi áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar. Honum er gert að greiða 1,5 milljón króna tryggingagjald, ella skuli hann afplána dóm sinn. 28. mars 2014 14:00
"Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvers er að vænta“ Liðlega þrítugur Íslendingur var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Kína á Þorláksmessu. Móðir hans hefur ekki náð sambandi við hann eftir að dómur féll. 17. janúar 2014 12:17