Innlent

Sænska krónprinsessan heimsótti Háskólann á Akureyri

Randver Kári Randversson skrifar
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel eiginmaður hennar heimsóttu Háskólann á Akureyri í gær.
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel eiginmaður hennar heimsóttu Háskólann á Akureyri í gær. Mynd/Háskólinn á Akureyri
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel eiginmaður hennar heimsóttu Háskólann á Akureyri í óopinberri heimsókn í gær, 19. júní.

Með þeim í för voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff og sænsk sendinefnd. Rektor háskólans, Stefán B. Sigurðsson tók á móti gestunum, ásamt bæjarstjóra Akureyrar, Eiríki Birni Björgvinssyni, og varaforseta bæjarstjórnar, Sigríði Huld Jónsdóttur.

Auk kynningar rektors á Háskólanum á Akureyri kynntu fulltrúar frá stofnunum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), CAFF og PAME og forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, verkefni sín og rannsóknir. Norðurslóðamálefni eru krónprinsessunni hugleikinn og var það hennar ósk að kynnast því mikla og góða starfi sem fram fer hjá Háskólanum á Akureyri og samstarfsstofnunum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×