Innlent

Sólstöðuganga í Viðey í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Þetta er fjórða árið í röð sem gangan er haldin í Viðey.
Þetta er fjórða árið í röð sem gangan er haldin í Viðey. Vísir/GVA
Í ár verður gengin sól­stöð­u­ganga í þrí­tug­asta sinn í Reykjavík en þetta verður fjórða árið í röð sem gangan fer fram í Viðey. Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að Þór Jakobsson veð­ur­fræð­ingur mun leiða göng­una eins og fyrri ár en hann er mik­ill visku­brunnur um sög­una og fræðin á bak við þann merka við­burð sem sól­stöður eru.

Siglt verður frá Skarfabakka klukkan hálfátta í kvöld. Gangan hefst þegar allir eru komnir í land í Viðey og siglt er til baka í síðasta lagi klukkan hálftólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×