Horfa þarf öld fram í tímann Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. júní 2014 20:00 „Vinstri grænir hafa haft gríðarleg áhrif á stjórnmálaumræðuna á Íslandi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á flokkráðsfundi í dag. Hún segir að hugsa þurfi stóru málin lengur en til eins kjörtímabils - horfa þurfi heila öld fram í tímann. Flokkráðsfundur Vinstri grænna fór fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag og mætti þar allt helsta áhrifafólk flokksins. Helsta viðfangsefni fundarins voru nýliðnar sveitastjórnarkosningar og framtíðarstefnumótun flokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór um víðan völl í ræðu sinni. Að hennar mati er tvö viðfangsefni sem munu skipa stóran sess á sviði stjórnmálanna á næstu árum. „Stærstu viðfangsefnin hér heima og erlendis á næstu árum og áratugum verða vaxandi ójöfnuður í heiminum og loftslagsbreytingar. Við í Vinstri grænum munum horfa á það hvernig við getum farið yfir okkar stefnu - okkar vinnu, þannig að við getum unnið að auknum jöfnuði og gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín.Rutt brautina í mörgum málum Katrín sagði jafnframt í ræðu sinni að Vinstri grænir hafi haft gríðarleg áhrif á stjórnmálaumræðuna á Íslandi. Flokkinum hafi tekist að færa umræðuna til. Katrín nefndi í því samhengi t.a.m. þau auknu umræðu sem orðið hefur í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þegar við horfum aftur í tímann þá höfum við rutt brautina í mörgum málum. Árangur er ekki bara mældur í fylgi heldur einnig í því hvernig maður hefur getað breytt umræðunni. Ég tel að í ýmsum málaflokkum höfum við í VG haft mikil áhrif á umræðuna.“Horfa öld fram í tímann Katrín segir að flokkráðsfundurinn í dag sé ákveðin naflaskoðun á stefnu og starfi flokksins. Hugsa þurfi stóru viðfangsefni stjórnmálanna til mun lengri tíma en nú er gert. „Einn vandi íslenskra stjórnmála er að við erum alltaf að ræða málin innan kjörtímabila. Við ætlum að leyfa okkur að horfa til næstu aldar og reyna að spá í spilin hvað varðar samfélagsbreytingar - hvernig heimurinn okkar á eftir að líta út. Einnig að sjá hvaða erindi Vinstri grænir eiga í þá framtíð. Ég veit að það erindi er brýnt.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Vinstri grænir hafa haft gríðarleg áhrif á stjórnmálaumræðuna á Íslandi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á flokkráðsfundi í dag. Hún segir að hugsa þurfi stóru málin lengur en til eins kjörtímabils - horfa þurfi heila öld fram í tímann. Flokkráðsfundur Vinstri grænna fór fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag og mætti þar allt helsta áhrifafólk flokksins. Helsta viðfangsefni fundarins voru nýliðnar sveitastjórnarkosningar og framtíðarstefnumótun flokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór um víðan völl í ræðu sinni. Að hennar mati er tvö viðfangsefni sem munu skipa stóran sess á sviði stjórnmálanna á næstu árum. „Stærstu viðfangsefnin hér heima og erlendis á næstu árum og áratugum verða vaxandi ójöfnuður í heiminum og loftslagsbreytingar. Við í Vinstri grænum munum horfa á það hvernig við getum farið yfir okkar stefnu - okkar vinnu, þannig að við getum unnið að auknum jöfnuði og gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín.Rutt brautina í mörgum málum Katrín sagði jafnframt í ræðu sinni að Vinstri grænir hafi haft gríðarleg áhrif á stjórnmálaumræðuna á Íslandi. Flokkinum hafi tekist að færa umræðuna til. Katrín nefndi í því samhengi t.a.m. þau auknu umræðu sem orðið hefur í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þegar við horfum aftur í tímann þá höfum við rutt brautina í mörgum málum. Árangur er ekki bara mældur í fylgi heldur einnig í því hvernig maður hefur getað breytt umræðunni. Ég tel að í ýmsum málaflokkum höfum við í VG haft mikil áhrif á umræðuna.“Horfa öld fram í tímann Katrín segir að flokkráðsfundurinn í dag sé ákveðin naflaskoðun á stefnu og starfi flokksins. Hugsa þurfi stóru viðfangsefni stjórnmálanna til mun lengri tíma en nú er gert. „Einn vandi íslenskra stjórnmála er að við erum alltaf að ræða málin innan kjörtímabila. Við ætlum að leyfa okkur að horfa til næstu aldar og reyna að spá í spilin hvað varðar samfélagsbreytingar - hvernig heimurinn okkar á eftir að líta út. Einnig að sjá hvaða erindi Vinstri grænir eiga í þá framtíð. Ég veit að það erindi er brýnt.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira