Innlent

Flugferðir ódýrari en í fyrra

vísir/gva
Afsláttarverð á flugmiðum frá WOW air eru töluvert lægri en þau voru á síðasta ári. Á þessum tíma hefur EasyJet nær tvöfaldað framboð sitt á flugi til og frá keflavík. Þá er töluvert úrval af ódýrum farmiðum hjá lággjaldaflugfélögum sem hingað fljúga. Túristi.is greinir frá.

Í byrjun síðasta sumars auglýsti flugfélagið nokkur tilboð á flugi til áfangastaða sinna og voru þá lægstu fargjöldin á bilinu 14.900 til 24.900 krónur. Síðustu vikur hefur félagið hins vegar boðið sumarflug á 6.900 krónur til 9.900 krónur.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir samkeppnina harða og að flugfélagið muni halda áfram að bjóða lægstu verðin.

Mikið úrval var af ódýrum fargjöldum frá Keflavík í síðustu viku og var stór hluti ferðanna með breska lággjaldaflugfélaginu EasyJet. Framboð félagsins á sætum til og frá Íslandi hefur aukist um 81 prósent síðan í fyrra og er það því nú þriðja umsvifamesta flugfélagið hér á landi á eftir Icelandair og WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×