Innlent

Ferðamaður slasaðist á fæti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Erlendur ferðamaður slasaðist á fæti á gönguleið frá Hólsfjallavegi að Selfossi, sunnan Dettifoss um klukkan 14 í dag. Talið er að hann sé lærbeinsbrotinn.

Björgunarsveitirnar Núpur á Kópaskeri og Stefán í Mývatnssveit fóru á vettvang. Útlit var fyrir að bera þyrfti manninn tæpa tvo kílómetra en þegar á staðinn var komið þurfti aðeins að bera hann um 250 metra. Maðurinn var borinn í björgunarsveitarbíl sem flutti hann í sjúkrabíl og var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×