Fékk útrunninn gjaldeyri hjá bankanum: „Fyrst og fremst vítavert“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2014 17:00 Bjarni Þór Sigurðsson fór í stutta ferð til Svíþjóðar nú í júní. VÍSIR/GVA „Landsbankinn greinilega kaupir bara pening á útsölu og selur hann á fullu verði,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sem lenti í því nýlega að kaupa sænskan gjaldeyri í Landsbankanum Leifsstöð en þegar hann kom til Svíþjóðar gat hann ekki borgað með þeim. „Ég ætlaði að taka leigubíl og borga með þeim en gat það ekki. Ég hélt fyrst að þetta væri grín. En síðan fór ég í bankann og þá sögðu þau að þetta væri svo löngu útrunnið að ég þurfti að fylla út form, senda það til Seðlabankans í Svíþjóð og myndi svo fá þetta endurgreitt eftir nokkrar vikur eða mánuði.“ Bjarni var að vonum ósáttur með viðskiptin og þegar hann hafði samband við Landsbankann var honum sagt að koma með peninginn í það útibú sem afhendi honum peninginn. En Bjarni á ekki leið upp á Leifstöð á næstunni. „Ég brást illa við þessu,“ útskýrir hann. „Og þá var hringt daginn eftir og mér sagt að ég gæti farið með þetta í hvaða útibú sem er.“ Bjarni hefur ekki farið með peninginn en um 300 sænskar krónur var að ræða. Það gera um 5000 íslenskar krónur. Hann segist sem betur fer hafa verið með kort og því ekki þurft að reiða sig eingöngu á gjaldeyri. „Fyrst og fremst vítavert að banki skuli afgreiða útrunna seðla,“ segir Bjarni. „Það er mjög slæmt ef fólk fær svona afgreitt í banka, svona monopoly peninga.“ Hann leggur áherslu á að fólk verði að geta treyst því að það fái vöruna rétt afgreidda í banka.Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi Landsbankans segir mistök sem þessi sem betur fer ekki gerast oft.Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi Landsbankans, segir ómögulegt að segja til um hvernig svona gerist. „Það er augljóst að við höfum gert mistök þarna úti í Leifstöð. Við höfum látið hann hafa úrelta seðla og við viljum biðja manninn afsökunar.“ Hann segir að Bjarni geti komið í það útibú sem henti honum best til að skila peningunum. „Við værum mjög þakklát fyrir það að hann myndi koma til að við gætum tekið þá til handagagns.“ Kristján segir þetta sem betur fer mjög sjaldgæft atvik. Mikil áhersla sé lögð á að starfsmenn þekki nákvæmlega við hvaða seðlum má taka. „Mér skilst að þessir seðlar séu mjög líkir, gamli og nýi sænski seðillinn, fólki bara yfirsést.“ Hann endurtekur það að hann vilji biðja Bjarna afsökunar. „Hann verður ekki fyrir neinum skaða öðrum en þeim óþægindum sem hann hefur þegar orðið fyrir.“En getur fólk þá treyst Landsbankanum? „Að sjálfsögðu getur það treyst Landsbankanum,“ fullyrðir hann. „Það er ekki spurning.“ Hér gefur að líta krónurnar sem Bjarni keypti hjá Landsbankanum.VÍSIR/GVA Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Landsbankinn greinilega kaupir bara pening á útsölu og selur hann á fullu verði,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sem lenti í því nýlega að kaupa sænskan gjaldeyri í Landsbankanum Leifsstöð en þegar hann kom til Svíþjóðar gat hann ekki borgað með þeim. „Ég ætlaði að taka leigubíl og borga með þeim en gat það ekki. Ég hélt fyrst að þetta væri grín. En síðan fór ég í bankann og þá sögðu þau að þetta væri svo löngu útrunnið að ég þurfti að fylla út form, senda það til Seðlabankans í Svíþjóð og myndi svo fá þetta endurgreitt eftir nokkrar vikur eða mánuði.“ Bjarni var að vonum ósáttur með viðskiptin og þegar hann hafði samband við Landsbankann var honum sagt að koma með peninginn í það útibú sem afhendi honum peninginn. En Bjarni á ekki leið upp á Leifstöð á næstunni. „Ég brást illa við þessu,“ útskýrir hann. „Og þá var hringt daginn eftir og mér sagt að ég gæti farið með þetta í hvaða útibú sem er.“ Bjarni hefur ekki farið með peninginn en um 300 sænskar krónur var að ræða. Það gera um 5000 íslenskar krónur. Hann segist sem betur fer hafa verið með kort og því ekki þurft að reiða sig eingöngu á gjaldeyri. „Fyrst og fremst vítavert að banki skuli afgreiða útrunna seðla,“ segir Bjarni. „Það er mjög slæmt ef fólk fær svona afgreitt í banka, svona monopoly peninga.“ Hann leggur áherslu á að fólk verði að geta treyst því að það fái vöruna rétt afgreidda í banka.Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi Landsbankans segir mistök sem þessi sem betur fer ekki gerast oft.Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi Landsbankans, segir ómögulegt að segja til um hvernig svona gerist. „Það er augljóst að við höfum gert mistök þarna úti í Leifstöð. Við höfum látið hann hafa úrelta seðla og við viljum biðja manninn afsökunar.“ Hann segir að Bjarni geti komið í það útibú sem henti honum best til að skila peningunum. „Við værum mjög þakklát fyrir það að hann myndi koma til að við gætum tekið þá til handagagns.“ Kristján segir þetta sem betur fer mjög sjaldgæft atvik. Mikil áhersla sé lögð á að starfsmenn þekki nákvæmlega við hvaða seðlum má taka. „Mér skilst að þessir seðlar séu mjög líkir, gamli og nýi sænski seðillinn, fólki bara yfirsést.“ Hann endurtekur það að hann vilji biðja Bjarna afsökunar. „Hann verður ekki fyrir neinum skaða öðrum en þeim óþægindum sem hann hefur þegar orðið fyrir.“En getur fólk þá treyst Landsbankanum? „Að sjálfsögðu getur það treyst Landsbankanum,“ fullyrðir hann. „Það er ekki spurning.“ Hér gefur að líta krónurnar sem Bjarni keypti hjá Landsbankanum.VÍSIR/GVA
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira