Icelandic Water Holdings gefur vatn til Serbíu Randver Kári Randversson skrifar 25. júní 2014 11:44 Hátt í 400 þúsund manns er án drykkjarvatns í Serbíu vegna flóða sem urðu þar í landi í maí. Mynd/Rauði kross Íslands Icelandic Water Holdings sendir tvo 40 feta gáma sem innihalda 3.024 kassa eða 72.576 flöskur af 500ml vatni að virði 15 milljónir íslenskra króna til Serbíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Vatnið verður afhent Rauða krossinum í Serbíu, sem mun sjá um að dreifa vatninu. Þar hefur ríkt mikil neyð síðan náttúruhamfarir áttu sér stað í maí og mikill skortur er á hreinu vatni en hátt í 400 þúsund manns eru án drykkjarhæfs vatns og rafmagns á svæðinu. „Það er mikilvægt að hjálpa í neyð og við getum aðstoðað með því að veita þúsundum manna ferskt og hreint drykkjarvatn. Það er það minnsta sem við getum gert“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Með þessu styður Icelandic Water Holdings átakið „Hjálpum Serbíu“ á Íslandi sem stofnað var til hjálpar íbúum Serbíu vegna afleiðinga flóðhamfaranna. Þetta eru verstu flóð í manna minnum en talið er að um 30.000 manns hafi misst heimili sín eftir flóðin. Stór landssvæði eru undir vatni og hefst fólk við hjá ættingjum, í neyðarskýlum og bráðabirgðahúsnæði. Ljóst er að það mun taka langan tíma að endurbyggja innviði landsins. Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, er selt á 17 mörkuðum víða um heiminn. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar Icelandic Water Holdings ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Icelandic Water Holdings sendir tvo 40 feta gáma sem innihalda 3.024 kassa eða 72.576 flöskur af 500ml vatni að virði 15 milljónir íslenskra króna til Serbíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Vatnið verður afhent Rauða krossinum í Serbíu, sem mun sjá um að dreifa vatninu. Þar hefur ríkt mikil neyð síðan náttúruhamfarir áttu sér stað í maí og mikill skortur er á hreinu vatni en hátt í 400 þúsund manns eru án drykkjarhæfs vatns og rafmagns á svæðinu. „Það er mikilvægt að hjálpa í neyð og við getum aðstoðað með því að veita þúsundum manna ferskt og hreint drykkjarvatn. Það er það minnsta sem við getum gert“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Með þessu styður Icelandic Water Holdings átakið „Hjálpum Serbíu“ á Íslandi sem stofnað var til hjálpar íbúum Serbíu vegna afleiðinga flóðhamfaranna. Þetta eru verstu flóð í manna minnum en talið er að um 30.000 manns hafi misst heimili sín eftir flóðin. Stór landssvæði eru undir vatni og hefst fólk við hjá ættingjum, í neyðarskýlum og bráðabirgðahúsnæði. Ljóst er að það mun taka langan tíma að endurbyggja innviði landsins. Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, er selt á 17 mörkuðum víða um heiminn. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar Icelandic Water Holdings ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira