Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. júní 2014 19:30 Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn. Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn.
Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00
Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00