Innlent

Bjóða 20.000 krónur fyrir upplýsingar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Brotist var inn í gám í eigu Fjölsmiðjunnar á Akureyri og stolið þaðan dýrmætum tækjum.

Fjölsmiðan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag.

Meðal annars var stórri ryksugu stolið, djúphreinsivél, þrýstikút og tjöruhreinsidælu. Auk þess var tekið nokkuð af efnum til bílþvotta.

Gámurinn er staðsettur á Óseyri og eru þeir sem veitt geta upplýsingar beðnir um að hafa samband í síma 414-9380.

Fjölsmiðjan veitir 20.000 króna inneign fyrir upplýsingar sem leiða til fundar á þýfinu.

Facebook-færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×