Hafragrauturinn hætt kominn í Hagaskóla Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:00 Hagaskóli hefur undanfarin ár boðið upp á hafragraut en nú stefnir í óefni. „Barn sem er að fara að heiman rétt rúmlega átta á morgnana og borðar ekkert fyrr en tólf eða hálf eitt verður að fá eitthvað í millitíðinni,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, en rétt eins og Vísir greindi frá í gær er nemendafjöldi orðinn of stór fyrir mötuneytið. Því þarf að óbreyttu að stöðva matseld í skólanum og þar með hefur skólinn ekki lengur færi á að bjóða upp á hafragraut í fyrstu frímínútum. „Við byrjuðum með hafragraut hér fyrir nokkrum árum síðan og finnst það meiriháttar,“ segir Ingibjörg. „Þetta skiptir svo miklu máli fyrir krakkana.“ Hún segir um 200 börn af 490 nýta sér þjónustuna. „Við höfum með hagræðingu og öðru náð að gera þetta,“ útskýrir Ingibjörg en því fylgir auðvitað heilmikið uppvask, rask og vinna. En skólanum hefur þótt þetta millimál skipta miklu varðandi getu barnanna í skólanum. „Ef það ætlar að nýta sér það sem það er að gera í millitíðinni. Það skiptir engu hvort við erum að tala um námslega eða félagslega. Bara að vera hluti af þessu samfélagi sem skólinn er.“ Heilbrigðiseftirlitið sendi skólanum í mánuðinum niðurstöður eftirlits sem kveður skýrlega á um það að mötuneytið getur ekki starfað eins og það hefur verið að gera undanfarin ár. Til þess er nemendafjöldi orðinn of mikill. Skólinn þarf því stærra mötuneyti eða að leggja niður matargerð og hefja framreiðslu matar sem fenginn er annars staðar frá. „Það væri hrikalegt fyrir okkur,“ segir Ingibjörg. Hafragrauturinn hefur þó ekki alveg verið sleginn út af borðinu enn þar sem skólastjórnendur leggja mikið upp úr því að geta haldið áfram að bjóða upp á hann. Ingibjörg segir Reykjavíkurborg meðvitaða um að eitthvað þurfi að gerast í húsnæðismálum skólans og hefur hún setið fundi og sent fjölmarga pósta. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
„Barn sem er að fara að heiman rétt rúmlega átta á morgnana og borðar ekkert fyrr en tólf eða hálf eitt verður að fá eitthvað í millitíðinni,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, en rétt eins og Vísir greindi frá í gær er nemendafjöldi orðinn of stór fyrir mötuneytið. Því þarf að óbreyttu að stöðva matseld í skólanum og þar með hefur skólinn ekki lengur færi á að bjóða upp á hafragraut í fyrstu frímínútum. „Við byrjuðum með hafragraut hér fyrir nokkrum árum síðan og finnst það meiriháttar,“ segir Ingibjörg. „Þetta skiptir svo miklu máli fyrir krakkana.“ Hún segir um 200 börn af 490 nýta sér þjónustuna. „Við höfum með hagræðingu og öðru náð að gera þetta,“ útskýrir Ingibjörg en því fylgir auðvitað heilmikið uppvask, rask og vinna. En skólanum hefur þótt þetta millimál skipta miklu varðandi getu barnanna í skólanum. „Ef það ætlar að nýta sér það sem það er að gera í millitíðinni. Það skiptir engu hvort við erum að tala um námslega eða félagslega. Bara að vera hluti af þessu samfélagi sem skólinn er.“ Heilbrigðiseftirlitið sendi skólanum í mánuðinum niðurstöður eftirlits sem kveður skýrlega á um það að mötuneytið getur ekki starfað eins og það hefur verið að gera undanfarin ár. Til þess er nemendafjöldi orðinn of mikill. Skólinn þarf því stærra mötuneyti eða að leggja niður matargerð og hefja framreiðslu matar sem fenginn er annars staðar frá. „Það væri hrikalegt fyrir okkur,“ segir Ingibjörg. Hafragrauturinn hefur þó ekki alveg verið sleginn út af borðinu enn þar sem skólastjórnendur leggja mikið upp úr því að geta haldið áfram að bjóða upp á hann. Ingibjörg segir Reykjavíkurborg meðvitaða um að eitthvað þurfi að gerast í húsnæðismálum skólans og hefur hún setið fundi og sent fjölmarga pósta.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira