Lífið

"Ég bít alla þýska leikmenn ef ég þarf“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spéfuglinn Will Ferrell mætti á bar í Recife í Brasilíu í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn bandaríska landsliðsins komu saman.

Bandaríkin keppa við Þýskaland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag og brá Will sér í karakter sem knattspyrnumaður. Var honum lýst sem leynivopni landsliðsins. Will brá sér uppá svið og hélt sprenghlægilega ræðu.

„Það er mikill heiður fyrir mig að spila á morgun. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég er ekki í mínu besta formi. Ég er ekki í fótboltaformi núna en ég ætla að gera mitt besta til að fanga anda bandaríska liðsins,“ sagði Will.

„Ef leikurinn er jafn ætla ég að bíta!“ sagði Will ennfremur og vísaði í atvikið sem átti sér stað í leik Úrúgvæ og Ítalíu þar sem Luis Suarez beit Giorgio Chiellini.

„Ég bít andstæðinginn! Ég bít þá! Ég bít alla þýska leikmenn ef ég þarf.“

Myndband af ræðu spéfuglsins fylgir fréttinni.


Tengdar fréttir

167 manns veðjuðu á það að Suarez myndi bíta

Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez virtist bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í gær. Flestir trúðu ekki sínum augum þegar þegar þeir horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá leiknum en það voru ótrúlega margir sem „sáu" þetta fyrir eins og kemur fram í frétt ESPN.

Ekki hægt að verja aðgerðir Suárez

Jamie Carragher telur að ekki sé hægt að breyta persónuleika Luis Suárez og að hann muni halda áfram að komast á forsíður blaðanna af kolröngum ástæðum.

Suárez þarf að leita sér aðstoðar

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær.

Mágur Suarez vildi ekkert segja

Gonzalo Balbi, leikmaður KR og mágur Luis Suarez, vildi ekkert tjá sig um atvikið í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í gær.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.