Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 19:48 Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira