Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 19:48 Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira