Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 19:48 Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira