Innlent

Bruni í Sóltúni: Íbúi fluttur á sjúkrahús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumenn við störf á fimmta tímanum í dag.
Lögreglumenn við störf á fimmta tímanum í dag. Vísir/Daníel
Eldur kom upp í herbergi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni við samnefnda götu í Reykjavík rétt fyrir fjögur í dag. Flytja þurfti íbúa í herberginu á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hve alvarlegt ástand hans er.

Starfsfólki Sóltúns tókst að slökkva eldinn af sjálfsdáðum áður en slökkvilið bar að garði. Ekki þurfti að reykræsta herbergið.

„Starfsfólkið stóð sig virkilega vel við erfiðar aðstæður,“ sagði starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Starfsmenn slökkviliðsins ræddu í kjölfarið við íbúa sem margir hverjir voru í nokkru uppnámi vegna eldsins.

Eldsupptök eru ókunn.

Frá vettvangi.Vísir/Daníel
Frá vettvangi.Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×