Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél eftir eldsvoða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel
Konan sem flutt var á sjúkrahús í kjölfar elds sem kom upp í herbergi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni síðdegis í dag liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er konunni haldið sofandi í öndunarvél og er alvarlega slösuð.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan fjögur í dag, en starfsfólk hjúkrunarheimilisins var þá búið að slökkva eldinn af sjálfsdáðum. Að sögn starfsmanna slökkviliðsins voru íbúar margir hverjir í nokkru uppnámi vegna eldsins. Eldsupptök eru enn ókunn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×