Innlent

Piltarnir gáfu sig fram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Strákarnir voru auðþekkjanlegir á myndum sem birtust eftir innbrotið.
Strákarnir voru auðþekkjanlegir á myndum sem birtust eftir innbrotið.
Drengirnir, sem brutust inn í skólaskipið Sæbjörgu og Vísir greindi frá fyrr í dag, hafa sett sig í samband við Slysavarnarskóla Sjómanna og gefið sig fram.

Drengirnir, sem sáust í öryggismyndavélum skipsins, fiktuðu meðal annars í búnaði skipsins, „fóru upp í björgunarbát hjá okkur, voru að hamast hér og hentu hlutum í sjóinn,“ eins og Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, komst að orði í samtali við Vísi.

Samkvæmt yfirlýsingu sem skólinn gaf út á Facebook í kvöld hafa piltarnir nú beðist afsökunar á framferði sínu.

Stendur til að þeir heimsæki skólann - „Sem við sannarlega munum sýna þeim,“ eins og tekið er fram í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×