Innlent

Akureyringar kvarta undan spóli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt, en nú fara hinu árlegu Bíladagar fram og töluverður fjöldi fólks í bænum. Þó kom ekkert alvarlegt atvik upp.

Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur en lögregla þurfti að veita öðrum þeirra eftirför og fór hann til dæmis yfir á rauðu ljósi. Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur eftir klukkan sex í gær. Þar af keyrði einn á 141 kílómetra hraða eftir Eyjafjarðarbrautinni.

Lögreglunni bárust þó nokkrar kvartanir vegna hávaða frá bílum þar á meðal vegna spóls. Sérstakt spólsvæði er þó opið allan sólarhringinn á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×