Innlent

Fimm slasaðir eftir mótorkrossmót á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þetta barn átti þó ekki í hlut
Þetta barn átti þó ekki í hlut VISIR/EYÞóR
Fimm keppendur sem tóku þátt í mótorkrossmóti við Selfoss í dag hafa slasast, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Meiðsli þeirra eru fjölbreytt, allt frá olnbogabrotum til heilahristings og voru þrír þeirra fluttir á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi með sjúkrabíl.

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast á Suðurlandi í dag en útlendingar veltu bílaleigubíl við Geysi nú fyrir skömmu. Enginn slys voru á fólk en jeppinn sem þeir keyrðu er eitthvað skemmdur. Bílaleigan sem átti bílinn ætlaði sjálf að fjarlægja hann.

Einnig varð þriggja bíla árekstur í Hveragerði við hringtorgið á Suðurlandsvegi. Hvorki farþegum né bílstjórum varð meint af en bílarnir eru eilítið krambúleraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×