Innlent

Vélhjólaslys á Bíladögum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hjólið er talið ónýtt.
Hjólið er talið ónýtt. VISIR/SVEINN
Vélhjólaslys varð á Akureyri við Glerártorg nú fyrir um hálfri klukkustund.

Ekið var í veg fyrir bifhjólamanninn sem reyndi að hemla sem tókst ekki og endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Hjólið var á leið suður Glerárgötu.

Ekki er vitað um meiðsli mannsins að svo stöddu en samkvæmt lögreglumanni á vettvangi voru þau minni en á horfðist í fyrstu.

Ökumaður hjólsins hafi verið með allan öryggisbúnað á tæru. „Hann var eins góður og best verður á kosið,“ er haft eftir eyfirska lögreglumanninum.

Hjólið er þó ónýtt og talið er að kviknað hafi í því við áreksturinn. 

Mótorhátíðin Bíladagar standa nú yfir á Akureyri og lýkur þeim á þriðjudag.

VISIR/SVEINN
VISIR/SVEINN
VISIR/SVEINN



Fleiri fréttir

Sjá meira


×