Innlent

Kveikt í dekkjum við Hagaskóla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Snærós
Kveikt var í dekkjum við Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur nú fyrir skömmu.

Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum í stutta stund en slökkviliðsmenn voru komnir á vettvang á um fimm mínútum.

Sverrir Björn Björnsson stjórnaði aðgerðunum en hann segir að ekki sé vitað hverjir þar voru sem kveikt höfðu í dekkjunum, sem eru hluti af þrautabraut í anda Skólahreystis. „Þeir sem voru að verki voru farnir heim í kvöldmat,“ segir Sverrir léttur í bragði.

Þrátt fyrir að ekki sé vitað hverjir stóðu að íkveikjunni segir Sverrir í óspurðum fréttum að íkveikjum ungs fólks sé þó ekki að fjölga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×