„Þú ert víst að fara til Kaupmannahafnar!“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2014 19:01 Einar, Einar og Rúna á góðri stundu. MYND/AÐSEND Rúna Lís Emilsdóttir lenti ásamt syni sínum í heldur bagalegu klandri nú fyrir skömmu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúna og Einar sonur hennar voru á leið til Doha í Katar þar sem maður hennar, Einar Már, starfar við eldvarnir og áttu þau bókað flug með Icelandair í gegnum París þangað sem þau ætluðu að ná tengiflugi áfram til Austurlanda nær. Við innritunarborðið kom þó babb í bátinn. „Þegar Rúna er að tjekka sig inn spyr hún afgreiðslukonuna hvort hún gæti ekki bókað töskurnar sínar alla leið til að spara sér tíma þegar til Parísar væri komið. Þá er henni sagt að það sé ekki hægt, slíkt er ómögulegt þegar flogið er um Kaupmannahöfn,“ segir Einar Már maður hennar í samtali við Vísi. Rak Rúnu þá í rogastans enda áttaði sig hún ekki á því hvað það kæmi málinu við, hún ætti bókað flug um París rétt eins og flugmiði hennar greindi til um. „En ég er ekki á leið til Kaupmannahafnar, sagði hún þá. „Þú ert víst að fara til Kaupmannahafnar,“ voru viðbrögð afgreiðslukonunnar og hófust þá mikil orðaskipti þeirra á milli,“ bætir Einar við.Skjáskot af miðanum sem Rúna sýndi í Leifsstöð.Þegar hiti var farinn að færast í leikana þurfti að kalla til yfirmann sem klóraði sér í kollinum og átti engin svör við því hvers vegna bókunarkerfi Icelandair sagði að hún skyldi fljúga um Danaveldi, sérstaklega í ljósi þess að útprentaður miði hennar tilgreindi annað. Allt hafi þó gengið að lokum. Rúna og Einar sonur hennar flugu í gegnum París til Doha þrátt fyrir allt havaríið við innritunarborðið. „Hún hefði neyðst til að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn og misst af tengifluginu ef ekki hefði verið fyrir ákveðni hennar. Litlu mátti muna að hún hefði brotnað niður.“ Var henni gert að greiða rúmar 80 þúsund krónur fyrir tvær auka töskur sem hún hugðist taka með sér til Katar. Einar grunar að um dulið breytingargjaldi hafi verið að ræða þó svo að ómögulegt sé að slá því föstu. Til að bæta gráu ofan á svart í bókunarævintýri Rúnu þá rataði ein taskan ekki til Parísar. Hún hafði endað í Kaupmannahöfn. Eftir töluvert stapp hafi þó tekist að koma henni alla leið til Doha. Í samtali við Vísi segjast starfsmenn Icelandir hvorki skilja upp né niður í þessum mistökum enda eigi svo sannarlega ekki að vera hægt að vera bókaður í tvö flug í einu. Málið sé nú til skoðunar hjá fyrirtækinu og að leitað sé dyrum og dyngjum að lausninni á þessu bagalega vandamáli. Grunur liggur á að mistökin liggi í kerfi fyrirtækins sem Rúna pantaði miðann hjá en sem fyrr segir er nákvæm orsök ókunn. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rúna Lís Emilsdóttir lenti ásamt syni sínum í heldur bagalegu klandri nú fyrir skömmu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúna og Einar sonur hennar voru á leið til Doha í Katar þar sem maður hennar, Einar Már, starfar við eldvarnir og áttu þau bókað flug með Icelandair í gegnum París þangað sem þau ætluðu að ná tengiflugi áfram til Austurlanda nær. Við innritunarborðið kom þó babb í bátinn. „Þegar Rúna er að tjekka sig inn spyr hún afgreiðslukonuna hvort hún gæti ekki bókað töskurnar sínar alla leið til að spara sér tíma þegar til Parísar væri komið. Þá er henni sagt að það sé ekki hægt, slíkt er ómögulegt þegar flogið er um Kaupmannahöfn,“ segir Einar Már maður hennar í samtali við Vísi. Rak Rúnu þá í rogastans enda áttaði sig hún ekki á því hvað það kæmi málinu við, hún ætti bókað flug um París rétt eins og flugmiði hennar greindi til um. „En ég er ekki á leið til Kaupmannahafnar, sagði hún þá. „Þú ert víst að fara til Kaupmannahafnar,“ voru viðbrögð afgreiðslukonunnar og hófust þá mikil orðaskipti þeirra á milli,“ bætir Einar við.Skjáskot af miðanum sem Rúna sýndi í Leifsstöð.Þegar hiti var farinn að færast í leikana þurfti að kalla til yfirmann sem klóraði sér í kollinum og átti engin svör við því hvers vegna bókunarkerfi Icelandair sagði að hún skyldi fljúga um Danaveldi, sérstaklega í ljósi þess að útprentaður miði hennar tilgreindi annað. Allt hafi þó gengið að lokum. Rúna og Einar sonur hennar flugu í gegnum París til Doha þrátt fyrir allt havaríið við innritunarborðið. „Hún hefði neyðst til að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn og misst af tengifluginu ef ekki hefði verið fyrir ákveðni hennar. Litlu mátti muna að hún hefði brotnað niður.“ Var henni gert að greiða rúmar 80 þúsund krónur fyrir tvær auka töskur sem hún hugðist taka með sér til Katar. Einar grunar að um dulið breytingargjaldi hafi verið að ræða þó svo að ómögulegt sé að slá því föstu. Til að bæta gráu ofan á svart í bókunarævintýri Rúnu þá rataði ein taskan ekki til Parísar. Hún hafði endað í Kaupmannahöfn. Eftir töluvert stapp hafi þó tekist að koma henni alla leið til Doha. Í samtali við Vísi segjast starfsmenn Icelandir hvorki skilja upp né niður í þessum mistökum enda eigi svo sannarlega ekki að vera hægt að vera bókaður í tvö flug í einu. Málið sé nú til skoðunar hjá fyrirtækinu og að leitað sé dyrum og dyngjum að lausninni á þessu bagalega vandamáli. Grunur liggur á að mistökin liggi í kerfi fyrirtækins sem Rúna pantaði miðann hjá en sem fyrr segir er nákvæm orsök ókunn.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira