"Notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2014 12:35 Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður við Reykjavíkurhöfn VISIR/GVA „Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, oftar en ekki kenndur við Brim, í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu?Þar vandar hann borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar og sakar þau um að leggja niður Reykjavíkurhöfn í sinni mynd sem hann segir hafa verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Fyrirhugað er að gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. „Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd,“ segir Guðmundur og bætir við að reynsla erlendis frá hafi sýnt að íbúðabyggð þar sem byggt var við atvinnuhöfn hafi orðið til þess að hefðbundin hafnarstarfsemi lagðist þar niður. Vísar hann þar í erlenda sérfræðinga og segir Guðmundur að reynsla þeirri sýni að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. „Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf,“ bætir hann við. „Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu,“ segir Guðmundur undir lok greinnar. „Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Grein Guðmundar í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, oftar en ekki kenndur við Brim, í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu?Þar vandar hann borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar og sakar þau um að leggja niður Reykjavíkurhöfn í sinni mynd sem hann segir hafa verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Fyrirhugað er að gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. „Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd,“ segir Guðmundur og bætir við að reynsla erlendis frá hafi sýnt að íbúðabyggð þar sem byggt var við atvinnuhöfn hafi orðið til þess að hefðbundin hafnarstarfsemi lagðist þar niður. Vísar hann þar í erlenda sérfræðinga og segir Guðmundur að reynsla þeirri sýni að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. „Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf,“ bætir hann við. „Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu,“ segir Guðmundur undir lok greinnar. „Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Grein Guðmundar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00