Dómar einskis virði ef sakborningar njóta ekki fulls réttar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2014 23:13 „Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
„Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira