Dómar einskis virði ef sakborningar njóta ekki fulls réttar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2014 23:13 „Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira