Innlent

Sparkaði í andlit lögregluþjóns

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrr um daginn hafði sami maður verið handtekinn þar sem hann hafði verið að ógna fólki í miðborginni  með hnífi.
Fyrr um daginn hafði sami maður verið handtekinn þar sem hann hafði verið að ógna fólki í miðborginni með hnífi.
Karlmaður var handtekinn við hús í miðborginni um klukkan átta í gærkvöldi þar sem hafði verið tilkynnt um hann í annarlegu ástandi við að valda skemmdum á húsnæði.

Fyrr um daginn hafði sami maður verið handtekinn þar sem hann hafði verið að ógna fólki í miðborginni  með hnífi en þá hafði hann náð að sparka í andlit lögreglumanns og hlaupa á brott. Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.

Ekkert segir í tilkynningu frá lögreglu hvort lögreglumaðurinn hafi slasast við sparkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×