Innlent

Stórhættulegur djúpsteikingarpottur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Visir/Pjetur
Ungur maður brenndist á hendi og í andliti í Grafarholti um kvöldmatarleitið í gær.

Slysið varð með þeim hætti að heimilisfólk var að djúpsteikja þegar feitin ofhitnaði og eldur kviknaði í pottinum. Þá var gripið til þess ráðs að skvetta vatni á eldinn, sem á alls ekki að gera í slíkum aðstæðum enda varð þá sprenging þannig að maðurinn brenndist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Skemmdir urð einhverjar í eldhúsi af völdum elds, reyks, sóts og olíu og slökkvilið reykræsti  síðan íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×