Innlent

Á hjólabretti frá Höfn til Reykjavíkur

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Adrian Oh brosti út að eyrum á Suðurlandsvegi í dag.
Adrian Oh brosti út að eyrum á Suðurlandsvegi í dag. Vísir/Magnús Hlynur

„Þetta er búið að vera mjög gaman en erfitt á tímabili. Það var til dæmis mikil rigning í gær og búið að rigna mikið í dag,“ segir Adrian Oh frá Singapore.

Adrian er á leið sinni á hjólabretti frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. Alls er leiðin um 450 kílómetrar. Hann mun gista á Selfossi í nótt en klára ferðina til Reykjavíkur á morgun, sem hefur þá tekið vikutíma hjá honum.  

Frá Íslandi fer hann Hollands þar sem hann ætlar að ferðast á brettinu sínu.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands. Ég er alveg heillaður af landinu og á örugglega eftir að koma aftur,“ bætir Adrian við en hann er 32 ára.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi, tók meðfylgjandi myndir af honum á Flóaveginum í dag þar sem hann var að nálgast Selfoss.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.