Innlent

Fyrsta langreyður vertíðarinnar á leið í land

Bjarki Ármannsson skrifar
Hvalveiðibáturinn Hvalur 9.
Hvalveiðibáturinn Hvalur 9. Vísir/Stefán
Fyrsta langreyður vertíðarinnar veiddist í nótt og er hvalveiðibáturinn Hvalur 9 á leið til hvalstöðvarinnar í Hvalfirði með fenginn um þessar mundir.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns. Hvalveiðibátarnir fóru til veiða á sunnudagskvöldið en ekki sást til hvala í gær. Um hundrað starfsmenn hafa nú verið kallaðir á vakt í hvalstöðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.