Innlent

Fagmenn flensa fyrsta hvalinn

Jakob Bjarnar skrifar
Menn eru nú teknir til við að flensa hval í Hvalfirði.
Menn eru nú teknir til við að flensa hval í Hvalfirði. visir/vilhelm
Á þriðja tímanum í gær kom Hvalur 9 með fyrstu langreyðina í Hvalstöðina í Hvalfirði á þessari vertíð. Var það 62 feta kýr sem veiddist djúpt vestur af landinu.

Skessuhorn segir frá þessu en hvalurinn var strax dreginn upp á plan og hófst þá hvalskurðurinn eða flensun, eins og það heitir. Skessuhorn ætlar að vanir menn hafa fengist til starfa á þessari vertíð því einungis leið innan við klukkustund frá því hvalurinn kom á planið og búið var að ná öllu kjöti í hús. Aðeins beinagrind og innyflin lágu eftir þegar búið var að ná öllu kjöti í hús. Spik er brætt í lýsi sem meðal annars er blandað við olíuna á hvalveiðibátana. Beinin og innyfli fara í mjölvinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×