Innlent

Skar stúlku á háls og reyndi að myrða aðra: Sakhæfur í báðum brotum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árásin átti sér stað í fjörunni við Herjólfsgötu i Hafnarfirði.
Árásin átti sér stað í fjörunni við Herjólfsgötu i Hafnarfirði. VISIR/DANIEL
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerði tilraun til þess að ráða níu ára stúlku bana í fjörunni við Herjólfsgötu í Hafnarfirði þann 27. apríl í fyrra. 

Alls þurfti að sauma 34 spor á hálsi stúlkunnar. Hún hlaut fjölda skurða og stungusára. Í læknisvottorði sem notað var fyrir dómi kemur fram að dýpstu skurðirnir hafi verið yfir hálsæðum og barka og hefðu þeir verið aðeins dýpri eru allar líkur á því að um lífshættulega áverka hefði verið að ræða.

Maðurinn var einnig kærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en mánuði áður en hann réðst á stúlkuna braust hann inn í hús og var talinn ætla að myrða aðra stúlku sem þar bjó sem var ekki heima. Ekki tókst að sanna í héraðsdómi að hann hafi ætlað að myrða þá stúlku og var hann því sýknaður en Hæstiréttur snéri við þeim úrskurði.

Sakhæfi mannsins var dregið í efa en geðlæknar og sálfræðingar komu fyrir dóminn og báru vitni um sálrænt ástand hans. Fram kom að hann væri með greindavísitöluna 57 og að hann ætti við djúpan geðrænan vanda að stríða en Hæstiréttur taldi að maðurinn hefði verið sakhæfur er bæði brotin voru framin.

Var hann dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og einnig til greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur auk þess að greiða allan sakarkostnað af málinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×