Innlent

Björn og Dagur ætla ræða við aðra flokka

Stefán Árni Pálsson skrifar
S. Björn og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, ætla ræða við aðra flokka.
S. Björn og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, ætla ræða við aðra flokka. visir/daníel
„Þetta er svona sérkennilegri staða en ég átti von á,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir að lokatölur voru tilkynntar um klukkan sjö. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, er fallinn en Samfylkingin náði inn fimm mönnum.

„Ég átti nú von á því að ná inn fleiri fulltrúum en svona fór þetta og við verðum að vinna úr því.“

Nú liggur beinast við að Samfylkingin og Björt framtíð myndi meirihluta með VG eða hvað?

„Ég og Dagur B. Eggertsson höfum talað saman og við erum samstíga í þessum málum. Við höfum ákveðið að við ætlum að ganga saman til þeirra viðræðna sem eru framundan. Þessir tveir flokkar hafa ekki nægan fjölda fulltrúa til þess að mynd meirihluta og því verðum við að tala við fulltrúa annarra flokka.“

S. Björn Blöndal býst ekkert sérstaklega við tíðindum úr stjórnarviðræðum í dag.

„Það liggur fyrir að miðað verður við dagsetninguna 16. júní og þá þurfa að vera stjórnarskipti.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.