Fótbolti

Hæfði leikmann með skutlu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Naskur áhorfandi á landsleik Perú og Englands á dögunum gerði sér lítið fyrir og hitti leikmann með skutlu af mjög löngu færi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi flaug skutlan ofarlega úr stúkunni á hinum gríðarstóra Wembley-leikvangi og hæfði einn leikmanna Perú.

Áhorfendur í stúkunni fylgdust með og fögnuðu afrekinu gríðarlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×