Fótbolti

Poyet: Ekki svindl að verja boltann með hendi á línu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Suárez fær rautt í átta liða úrslitum HM 2010.
Suárez fær rautt í átta liða úrslitum HM 2010. Vísir/getty
Úrúgvæinn Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að samlandi sinn Luis Suárez, leikmaður Liverpool, og samherjar hans í úrúgvæska landsliðinumuni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna England á HM en liðin eru saman í riðli.

Suárez varð frægur í síðustu heimsmeistarakeppni þegar hann varði boltann með hendi á línu gegn Gana í átta liða úrslitum keppninnar. Asamoah Gyan brenndi af vítaspyrnunni, leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni, og Úrúgvæ endaði á að komast áfram.

Poyet segir Úrúgvæja ekki líta á svona hluti sem svindl og varar Englendinga við því að þeir þurfi að herða sig fyrir leikina á HM í sumar.

„Það héldu allir á Englandi að Suárez væri vondi kallinn á síðasta HM því hann varði boltann með hendi á síðustu mínútu. En það sem ég mun segja núna er mjög eðlilegt fyrir mér og ég vona að þið takið þessu vel,“ segir Poyet.

„Ég veit að á Englandi er það svindl að verja boltann með hendi á línu, en okkur finnst það ekki. Þetta er bara hluti af leiknum.“

„Er það svindl ef ég ríf þig niður sem aftasti varnarmaður þegar þú ert að fara framhjá mér? Nei, það er það ekki. Maður tekur bara rauða spjaldinu sem síðasti maður. Við lítum eins á atvik eins og þegar Suárez varði með hendi.“

„Við skiljum ekki hvað málið var. Hann varði boltann, var rekinn af velli og Gana fékk víti. Úrúgvæ mun gera allt sem í þess valdi stendur til að vinna England á HM,“ segir Gus Poyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×