Fótbolti

Lallana að ergja nágrannana

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adam Lallana í leik gegn Perú á föstudaginn.
Adam Lallana í leik gegn Perú á föstudaginn. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að Adam Lallana sé með enska landsliðinu í æfingarbúðum í Miami hefur nágranni hans fengið nóg af látunum í bakgarðinum hjá honum.

Lallana sem verður í eldlínunni með enska landsliðinu í Brasilíu í sumar nýtti tímann á meðan Heimsmeistaramótinu stendur til þess að byggja knattspyrnuvöll í bakgarðinum.

Hann hefur hinsvegar ekki fengið leyfi frá borgaryfirvöldum fyrir aðgerðunum og neyðast verkamenn því að stöðva framkvæmdirnar tímabundið. Völlurinn yrði í sama stærðaflokki og íslensku battavellirnir og verður hægt að spila bæði knattspyrnu og körfubolta á honum.

Talið er að Lallana verði í byrjunarliði enska liðsins á mótinu og hafa deilurnar heima fyrir vonandi ekki áhrif á frammistöðu hans þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×