Innlent

Tíu slösuðust í rúllustiga á Keflavíkurflugvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allt tiltækt sjúkralið frá Brunavörnum Suðurnesja var kallað út í dag þegar tilkynning barst um tíu slasaða ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Farþegarnir höfðu fallið aftur fyrir sig í rúllustiga en þetta kemur fram í frétt á vef Víkurfrétta en fréttamaður síðunnar náði einnig myndbandinu hér að ofan.

Um er að ræða eldra fólk sem taldi sig vera á leiðinni  að innritunarborðinu upp rúllustigann með allan sinn farangur.

Ekki er ljóst hvað olli því að fólki féll aftur fyrir sig en flytja þurfti tvo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gera þurfti að meiðslum og sauma skurði. Aðrir gátu haldið ferðalagi sínu áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×