Innlent

Ósátt við forystuna og hætt í Framsókn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Jenný Jóakimsdóttir, sem skipaði annað sæti lista Framsóknar í Hafnarfirði í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum, hefur sagt sig úr flokknum.

H220 greinir frá þessu og vísar í tilkynningu Jennýjar á Fésbókarsíðu hennar fyrr í dag.

„Ástæðan er sú ásýnd sem flokkurinn er að fá í fjölmiðlum og það sem enn hefur ekki verið fordæmt á skýran hátt af forystu flokksins. Svona tal sem er að birtast frá sumum flokksfélögum ofbýður mér hreinlega og gengur gegn mínum grundvallarhugsjónum,“ segir Jenný í tilkynningunni.

Er greinilegt á Jennýju að hún er ósátt við að forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi ekki tekið skýra afstöðu hvað varðar ummæli oddvita flokksins í Reykjavík er varða lóðaúthlutun vegna mosku í Reykjavík.

Því sjái hún ekkert annað í stöðunni en að segja sig úr flokknum. Hún muni hins vegar glöð skrá sig í hann að nýju verði skýrt tekið fram að þeir félagar, sem styðji mismunun, séu ekki velkomnir í flokkinn.

Þá getur Jenný þess að hún hafi ekki orðið vör við vilja til nokkurs mismunar hjá flokksfélögum sínum í Hafnarfirði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.