Enski boltinn

Forgangsatriði að semja við Nasri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Samir Nasri í æfingarleik á dögunum.
Samir Nasri í æfingarleik á dögunum. Vísir/Getty
Manchester City mun leggja töluverða áherslu á að semja við Samir Nasri, leikmann liðsins í sumar en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Þetta kemur fram á ESPN en klúbburinn hefur verið í viðræðum við Nasri undanfarnar vikur. Nasri sem skrifaði undir fjögurra ára samning er hann gekk til liðs við Manchester City árið 2011 var einn af lykilleikmönnum City á tímabilinu.

Framtíð leikmannsins var í óvissu á síðasta tímabili undir stjórn Roberto Mancini, þáverandi knattspyrnustjóra Manchester City. Mancini gagnrýndi Nasri töluvert í viðtölum og viðurkenndi að honum langaði stundum að berja Nasri.

Samband Nasri við núverandi stjóra City, Manuel Pellegrini, er töluvert betra og er talið að báðir aðilar hafi áhuga að framlengja samningnum.

Nasri er þessa dagana í fríi í Dubai eftir að Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands valdi hann ekki í franska hópinn fyrir Heimsmeistaramótið.

Óvissa er um framtíð James Milner hjá Manchester City en hann á einnig aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Talið er að hann vilji fara frá félaginu en hann hefur verið varaskeifa hjá Manchester City undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×