Fótbolti

Van Persie hetja Hollands

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Persie skorar sigurmarkið
Van Persie skorar sigurmarkið vísir/getty
Holland lagði Gana 1-0 í vináttulandsleik í kvöld í Rotterdam. Robin van Persie skoraði markið. Á sama tíma gerðu Portúgal og Grikkland markalaust jafntefli.

Van Persie skoraði markið á 5. mínútu leiksins eftir sendingu frá Wesley Sneijder en bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu.

Portúgal og Grikkland eru einnig að undirbúa sig fyrir HM en hvorugu liðinu tókst að skora í kvöld. Ronaldo var ekki með Portúgal vegna meiðsla.

Leikmenn voru ekki heldur á markaskónum þegar Ítalía og Írland skildu jöfn 0-0 á Craven Cottage í Lundúnum. Ítalía hefur ekki unnið landsleik síðan í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×