Innlent

Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti

Óli Kristján Ármannsson skrifar
„Þetta er raunveruleikinn sem við búum við. Vegna skorts á innlendu kjöti höfum við þurft að panta erlent nautakjöt,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, sem annars auglýsir að aðeins sé boðið upp á íslenskt kjöt í kjötborði. Jón Vilberg Jónsson, starfsmaður Nóatúns í Nóatúni í Reykjavík, sést hér munda danskan nautavöðva.
„Þetta er raunveruleikinn sem við búum við. Vegna skorts á innlendu kjöti höfum við þurft að panta erlent nautakjöt,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, sem annars auglýsir að aðeins sé boðið upp á íslenskt kjöt í kjötborði. Jón Vilberg Jónsson, starfsmaður Nóatúns í Nóatúni í Reykjavík, sést hér munda danskan nautavöðva. Fréttablaðið/Valli
Skortur á nautakjöti hefur valdið því að verð á nautakjöti frá sláturleyfishafa til bænda nú í maí hefur í einhverjum tilfellum hækkað um meira en fimmtung frá í ágúst í fyrra.

Skorturinn hefur orðið til þess að verslanir Nóatúns, sem gefa sig út fyrir að bjóða aðeins upp á íslenskt nautakjöt í kjötborði, hafa þurft að kaupa nautakjöt frá Danmörku og Nýja-Sjálandi.

Samtök verslunar og þjónustu hafa lagt inn beiðni til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um að tollar á nautakjöti verði felldir niður að fullu í ljósi viðvarandi skorts á nautgripakjöti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×