Pawel og RNH fá frelsisverðlaun SUS Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. maí 2014 10:13 Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira